top of page

Valkostir fyrir einingahúsin

Við höfum orðið vör við að fólk hefur mismunandi áhuga á módúlar smáhýsum. Sumir kjósa að fá eins mikið og kostur er með húsunum svo þau séu tilbúin til notkunar strax og þeim hefur verið komið fyrir, á meðan aðrir kjósa að láta eigin smekk ráða um val á því sem innan dyra er og gera þau að sínum. Að teknu tilliti til þess, bjóðum við aðeins það nauðsynlegasta með húsunum, sem staðalbúnað, en fyrir þá sem þess óska eru valkostir í boði.

Fully-equipped-glamping-house-interior-design-ideas
Fullbúið M28 einingahús

Hvað fylgir í staðalgerð húsanna? Hverju er hægt að bæta við.


Það sem fylgir

Full einangrað og vatnshelt, í veggjum er timbur grind með klæðningu beggja vegna, þreföldu gleri í gluggum og hurðum og frágengnar raflagnir. Klæðningar innan dyra eru panill á veggjum og parket á gólfum og fullnaðar frágangur á öllu innanhúss. Í stuttu máli, frágengið hús, án auka- eða viðbótarbúnaðar. Allur aukabúnaður sem tekinn er af valkostalista kemur með húsinu, en gólfhita þarf að ganga frá í verksmiðju okkar. Hafa ber í huga að gólf eru hituð með rafmangi, ekki vatni, svo ef ætlunin er að nýta heitt vatn til þess, þá þarf að skoða það sérstaklega.


Valkostir

Allt sem hér fer á eftir er valfrjálst. Allt sem bætt er við pöntun, kemur með húsunum. Slíkt sparar fyrirhöfn og húsin eru afhent tilbúðin til notkunar. Sumir valkostir koma í settum, það er til að mynda ekki hægt að panta tengla fyrir lýsingu án þess að ljós og rofar fylgi með. Við bjóðum aðeins nútímalega útlítandi búnað, til að yfirbragð sé fallegt, en í boði er einnig að setja annan búnað, þá er bara að taka staðal útfærslu og setja upp eigin búnað þegar hús hefur veri afhent.


Inni- og útiljós, tenglar og rofar

Ekkert hús er án ljósa, tengla og rofa. Þekkt er að lýsing leikur stórt hlutverk í innanhúss hönnun, þess vegna er þessi búnaður valkvæður.

Allar raflagnir koma með húsunum og rafhönnun kynnum við þegar pöntun berst. Það sem í boði er má finna hér fyrir neðan.


Hiti og kæling

Útveggir eru einangraðir með 100+50mm ull, sem er staðal einangrun fyrir hús af þessari gerð. En ætlunin er að nýta húsið til íveru eða sem skrifstofu gæti verið þöf á hitakerfi og það sem við bjóðum gengur allt fyrir rafmagni. Ef nota á hitaveitu eða varmadælu sem hitar vatn þá þarf að skoða það sérstaklega:

1) Lofthitakerfi sem er einnig getur veirð kælikefri;

2) Gólfhitalögn með hitastilli;

3) Einnig er möguleiki á að hafa hvort tveggja og hafa þá góðan hita og loftræstikerfi í húsinu;


Gólfhiti getur verið í öllu gólfinu og eins bara í baðgófli. Ef valið er gólfhitakefi, þá þarf það að koma með húsinu því það er gengið frá því þegar húsið er framleitt, því annar þyrfti að rífa upp gólfefni, sem koma með sem staðalbúaður.


Tæki í baðherbegi

Í stærri húsinum, M24, M28, M47, og M54, er er gert ráð fyrir salerni og sturtu. Handlaug með blönduartæki og skáp. Þetta kemur sem sett og ekki kostur á að velja úr því. Allar lagnir eru í gólfi og veggjum sem hluti af staðalbúnaði, þannig að ef valið er að setja upp eigin búnað, þá eru allar lagnir fyrir hendi.

shower-room-items-available-for-add-ons-sink-cupboard-mirror-showerset-tap-toilet
Valkostir fyrir böð

Raunverulegir hlutir geta verið breytilegir vegna framboðs á nákvæmri vöru við pöntun.


Vatnhitatankur og skápur.

Til að hafa heitt vatn er nauðsynlegt a hafa vatnshitatank, ef ekki er hitaveita til staðar. Í öllum húsum nema M10 og M14 eru vatns- og raflagnir hluti af staðalbúnaði.

Valkvætt er að tengja vatnshitatank eftir að hús er komið á sinn stað en hægt er að fella hann inn í sérstakan skáp sem fellur vel inn í rýmið, og nýtist hann þá einnig sem fataskápur.

Vatnshitatankur og skápur eru boðin sérstaklega hvort fyrir sig.
Eldhús

Í öllum stærri húsunum er gert ráð fyrir eldhúsi. Staðalbúnaður er neðri skápar, kæliskápur, vaskur og blönduartæki. Allar lagnir eru til staðar við afhendingu svo hver og enn getur sett þar upp búnað að eigin vali eða kosið að fá fullbúið eldhús afhent með húsinu.

Eldhússet fyrir M28 einingahús
The Kitchen Set in M47 and M54 - closed and opened cabinets
Eldhússett í M47 og M54 - lokuð og opin innrétting

Þetta eru allir þeir vakkostir sem í boði eru enn sem komikð er. Húsgögn eru ekki í boði - svo hver og einn velur þau að eigin smekk. Ef flestir af valkostunum koma með húsinu þá er bara eftir að raða inn húsgögum og njóta.Comments


bottom of page