top of page

Hús módull eða húseinignar ( Modular vs. Element)


volumetric-modular-construction-glamping-house-office-mcabinline-brand

Þar sem til eru margar aðferðir við að byggja hús þá er ekki alltaf einfalt að átta sig á hvað hugtökin ná yfir. Þá er íslenska fátæk af orðum meðan mörg erlend orð eru til og auðvelt að ruglast á hugtökunum. Hér á eftir er skilgreining okkar á tveimur byggingaaðferum MCabin húsa.

Eininga bygging, einnig þekkt, sem forbyggð eining (eða módúlar bygging), þegar veggir, loft og þök eru framleidd eða byggð sitt í hverju lagi, í verksmiðu eða á smíðaverkstæði, með fullklæddum veggjum eða klæddum að hluta á yrti og innri hlið. Gluggum er komið fyrir í verksmiðju. Þessir húshlutar eru sendir á byggingarstað og þeim er þar raðað, eða púslað saman ofan á undirstöður. Síðan er gengið frá raf- og vatnslögnum og veggir klæddir, með þar til gerðum plötum. Stærðir eininga taka mið af stærð fluttningavagna og geta ekki verið lengri en 13 metrar og ekki hærri en 3 metrar, og þyngd allt að 2 tonn til að hægt sé að nota venjulega krana og lyftara til að hýfa einingarnar.

Módúl bygging er heil húseining, með gólfi, veggjum og þaki. Raf- og vatnslögnum. Öllu komið fyrir í verksmiðju. Módúllinn er fluttur í heilu lagi á þann stað sem hann á að vera og aðeins eftir að ganga frá samskeytum og tengingum. Okkar módúlar eru framleiddir fullbúnir, svo aðeins er eftir að raða inn húsgögnum þegar þeim hefur verið komið fyrir og frágangi lokið.


Við notum eininga aðferðina við byggingar stærri en 50 fermetra, þar sem lagnakerfi þeirra eru all nokkuð flóknari og betra að ganga frá þeim á byggingastað. Fyrir minni hús kjósum við að afhenda þau í módúlum.


Helstu kostir við módúla og eininga aðferðina


Eins og fyrr segir þá eru einingar hentugri fyrir stærri byggingar. Ef borið er saman að reisa eininga hús eða byggja það frá grunni á staðnum eru kostir eininganna helst þessir:

- efni er betur varið gegn veðri, sól og vætu;

- minni sóun á efni og úrgangi á staðnum, þar sem allt efni er tilsniðið eða afhent í tilbúnum einingum;

- minni hætta á mistökum og ónákvæni þar sem allar einingar eru forhannaðar niður í smæstu smáatriði;

- vinna á staðum er lágmörkuð, sem skilar sér í styttri notkun á tækjum og tólum, minna ónæði fyrir nágranna, þar sem vinna á staðnum tekur mun skemmri tíma.


Módúlar aðferðin hentar mun betur fyrir smáhýsin en eininga aðferðin þar sem:

- alt efni er varið gegn veðri, sól og vætu;

- engin sóun á staðnum, þar sem allt efni er þegar í módulunum og það efni sem þarf að nota við frágang á staðnum kemur tilsniðið;

- engin mistök eða ranglega sniðið efni því, við afhendum fullunna módúla og það laust efni, sem þarf til frágangs er þegar sniðið í réttar stærðir;

- mestu gæði, þar sem allt er undir vökulu auga í verksmiðjunni;

- M10 húsin koma fullfrágengin, engin samsetning á staðnum. Önnur smáhýsi eru framleidd þannig að það er einfalt og fljótlegt að raða þeim saman, sem nánast hver og einn getur gert, þar sem góðar lýsingar fylgja með í handbók, ásamt allri þeirri aðstoð sem hægt er að veita. Okkar reynsla af þeim sem gengið hafa sjálfir frá húsunum, að það sé tiltlölulega auðvelt að fylgja leiðbeiningunum sem fylgja með.


bottom of page