Upphaflega voru smáhýsin hönnuð sem frístunda og glamúr hús, skrifstofur eða viðbót við eigið húsnæði. En árin sem heimsfaraldurinn stóð, urðu breytingar á vinnustöðum, sem þurfti að bregðast við og aðlaga að ástandinu. Þá rann upp fyrir okkur að smáhýsin væru kjörn lausn fyrir heimaskrifstofur.
Við hönnuðum þrívíddarútfærslu, sem sýndi breytt skipulag herbegja til samanburðar milli skrifstofu og frístundahús.
Fyrirmyndin á myndunum hér að neðan er M24.
Í fremra rými frístundahúss er eldhús og dagstofa með víðsýn út í gegnum stóra glugga.
Með eldhús, þar sem koma má fyrir búnaði til hitunar á vatni, kæliskáp og aðstöðu til matreiðslu eða til að framreiða kaffi fyrir viðskiptavini eða fjölskyldu.
Í aftari einingu í frístundahúsi er svefnherbegi með stórum glugga, salerni og sturtu, sem hægt er að bretya í skrifstofuaðstöðu.
Þetta eru okkar hugmyndir, en hver og einn geti alltaf nýtt eigið ímyndunarafl á sinn hátt og deilt með okkkur myndum. Eitt sinn fengum við fyrirspurn um hvort hægt væri að nýta húsin sem æfingarrými fyrir hnefaleika. Að sjálfsögðu er það hægt. Ef aðstöðu til æfinga er þörf, litla vinnuaðstöðu fyrir handverk eða dans - þau geta mætt nánast öllum þörfum sem upp kunna að koma. Um að gera að senda okkur línu og við erum til í að vinna að úrlausnum hugmynda.
Hér eru nokkrar myndir sem sýna hvernig einn viðskiptavina okkar hefur útbúið sér skirstofu í M14 smáhýsi.
Commentaires